Fjölskyldurnar loksins sameinaðar (myndir)

Hjartnæm stund í Reykjavík í dag.
Hjartnæm stund í Reykjavík í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölskyldur frá Gasa­svæðinu, með dval­ar­leyfi á Íslandi á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar, hittu ættingja sína í Borgartúni í dag.

Flótta­fólkið kom til Kaíró, höfuðborg­ar Egypta­lands, 4. mars frá Gasa­svæðinu en lenti klukk­an 13.40 á Kefla­vík­ur­flug­velli í dag.

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra átti síma­fund með Isra­el Katz, ut­an­rík­is­ráðherra Ísra­els, til að greiða fyr­ir af­greiðslu máls­ins.

Flest­ir dval­ar­leyf­is­haf­ar frá Gasa­svæðinu ganga inn í svo­kallaða sam­ræmda mót­töku flótta­fólks í því sveit­ar­fé­lagi þar sem fjöl­skyldumeðlim­ir þeirra hér á landi eiga heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert