Bólguminnkandi morgunbomba Lukku

Lukka er snillingur í hreinsandi og hollum drykkjum en þessi …
Lukka er snillingur í hreinsandi og hollum drykkjum en þessi mynd er úr nýju matreiðslubókinni hennar. Gunnar Sverrisson

Unnur Guðrún Pálsdóttir eða Lukka á Happ eins og hún er alltaf kölluð er mjög græn í matarvenjum. Eitt af því sem henni finnst ómissandi til að byrja daginn vel er heilsusamlegur hristingur eða safi. Þessi uppskrift er ein af hennar uppáhalds enda bæði holl og góð. Hin uppskriftin, Súper-Grænn, er vinsælasti drykkurinn á veitingastaðnum hennar Lukku enda kröftugur drykkur sem hristir allt kerfið í gang. 

Lukku er tíðrætt um hversu mikilvægt er að nota mat …
Lukku er tíðrætt um hversu mikilvægt er að nota mat til að vinna bug á meinum eftir fremsta megni. Nína Björk Hlöðversdóttir

Minn uppáhalds „bólguminnkunar“- hristingur 

6 stilkar sellerí
- 1 stk. agúrka
- 1 þumall turmerikrót
- 1 stk. sítróna
- 1 stk. lárpera
- 1-2 bollar kókosvatn

Pressið safann úr sellerí og agúrku í safapressu.
Hellið safanum í blandara og bætið turmerikrót, steinselju og lárperu saman við og blandið vel. Þynnið með kókosvatni eftir smekk.

Fyrir aukið magn trefja má setja allt hráefnið beint í blandarann og bæta vökva við, t.d. meira kókosvatni eða vatni og klaka.

Lukka segir mikilvægt að nota grænmeti í sem flesta drykki …
Lukka segir mikilvægt að nota grænmeti í sem flesta drykki og sítrónu eða límónu til að fá basíska virkni líka. Gunnar Sverrisson
Súper-Grænn 

fyrir 2

- 4-5 stk. epli
- 1 stk. sítróna
- góð handfylli klettasalat
- 1 þumalstærð engifer
- 1 stk. lárpera

Pressið safann úr eplunum og sítrónunni í safapressu.
Setjið öll önnur hráefni í blandara og hellið eplasafanum yfir.
Blandið vel saman.

ATH! Gætið þess að skera engifer þvert í þunnar sneiðar því annars geta trefjarnar í engiferrótinni myndaða þunna þræði í safanum sem getur verið hvimleitt að fá upp í sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert