Kvöldmatnum reddað, vikumatseðillinn er mættur

Ítalskar kjötbollur með þykkri tómat- og basilsósu klikka seint.
Ítalskar kjötbollur með þykkri tómat- og basilsósu klikka seint. Tobba Marinós/mbl.is

Það kannast flestir við það að elda oft sama matinn. Í dagsins önn vex það gjarnan fólki í huga að fara að leita að nýjum uppskriftum og kaupa inn. Það getur því verið góð hugmynd að skrifa fyrir fram vikumatseðil en þannig má líka koma í veg fyrir matarsóun og spara peninga með því að nýta hráefnið betur og kaupa markvisst í matinn. Til að hressa upp á vikuna er skemmtilegt að ákveða að prófa nýja uppskrift að lágmarki tvisvar sinnum í viku sem dæmi. Það er líka fín leið til að virkja fjölskylduna að allir fái að velja eina uppskrift á vikuseðilinn og sjái þá um að aðstoða við eldamennskuna á þeim degi.

Hér koma því hugmyndir að matseðli fyrir vikuna. Á seðlinum eru bæði fiskibollur og kjötbollur en það er mjög gott að gera tvöfaldan skammt og eiga í frystinum tilbúnar bollur. Súpuna má einnig vel frysta.

Mánudagur (tilvali að kaupa inn tvöfaldan skammt af fiski og eiga í bollurnar)
Þorskur með engifer, túrmerik og pistasíum

Þriðjudagur
Heimsins bestu fiskibollur 
Gott er að gera tvöfaldan skammt og frysta til að geta gripið til.

Miðvikudagur
Holl og ódýr haustsúpa sem rífur í 

Fimmtudagur
Fljótlegt lágkolvetnalasagna í papriku 

Föstudagur
Fljótleg mexíkósk kjúklingasúpa með öllu tilheyrandi 

Laugardagur
Stórkostlegt steikarsalat með mangó, avókadó og myntu 
Þessi uppskrift er dálítið föndur en vel þess virði.

Sunnudagur 
Stórkostlegar ítalskar kjötbollur 
Gott er að gera tvöfaldan skammt og frysta til að geta gripið til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert