Gamla góða baunasalatið að hætti Evu Laufeyjar

mbl.is/Eva Laufey

Hver elskar ekki alvöru salat? Þessi gömlu góðu sem eru ekkert að flækja hlutina? Hér er uppskrift að baunasalati eða hangikjötssalati eins og margir myndu kalla það. Ekkert vesen - bara 100% ekta salat. 

Það er Eva Laufey sem heiðurinn að þessu salati en matarbloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.

Baunasalat

  • 2 – 3  dl majónes
  • 1 bréf hangikjöt
  • 1 dós niðursoðnar baunir og gulrætur
  • ½ tsk sítrónupipar
  • 2 egg
  • Skonsur frá Ömmubakstri

Aðferð:

  1. Sjóðið eggin og kælið.
  2. Skerið niður hangikjötið í litla bita.
  3. Blandið öllum hráefnum saman í skál og kryddið með sítrónupipar. Ég setti 2 dl af majónesi í þessa uppskrift en fékk ábendingu að það mætti alveg vera meira og þess vegna setti ég 2 – 3 dl þar sem þetta er smekksatriði.
  4. Kælið salatið áður en þið berið það fram. Ég elska þetta salat á skonsum! Íslenskt og gott.
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert