Hvers vegna ættir þú að borða Chia-fræ?

Hvers vegna ættir þú að borða Chia-fræ?
Hvers vegna ættir þú að borða Chia-fræ? Margaret Jaszowska/Unsplash

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi skrifar um Chia-fræ búi. Hún segir að þau búi yfir
mörgum góðum eiginleikum og séu einstaklega góð fyrir meltinguna.

Þau eru líka próteinrík. Chia-fræ urðu ofboðslega vinsæl fyrir nokkrum árum. Þau eru ótrúlega næringarrík og góð fyrir líkamann. Ég á þau alltaf til í búrinu eða í bleyti í ísskápnum. Margir hafa ekki verið nægilega vel upplýstir um meðhöndlun á fræjunum svo þau nýtast sem best fyrir líkaman. Aðrir hafa prófað fræin en finnst þau bragðast illa og finna jafnvel fyrir meltingar óþægindum. Mig langar að taka saman allt sem þú þarft að vita þegar kemur að chia fræjum og hvernig best á að meðhöndla þau.

Hvað eru Chia-fræ?

Chia fræ eru lítil svört fræ sem koma upprunalega frá Suður-Ameríku en það var ekki fyrr en á 21.öldinni að þau náðu gríðalegum vinsældum og eru í dag talin algjör heilsufæða.

Helstu ávinningar chia-fræja eru:

  • Bæta þrek og þol.
  • Bæta meltinguna.
  • Draga úr sykurlöngun.
  • Eru próteinrík.
  • Hafa jákvæð áhrif á kolvetnaupptöku líkamans.
  • Eru rík af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum.
  • Ríkasta plöntuuppsprettan af omega-3 fitusýrum.

Hvernig á að borða chia-fræ til að ná hámarks upptöku? 

Forðist að borða þau beint úr pokanum þar sem chia-fræin bólgna upp þegar þau komast í snertingu við vatn og bólgna þau upp í meltingunni. Ekki er það ákjósanleg leið enda getur hún valdið óþægindum. Ef þú borðar chia-fræin beint úr pokanum geta þau einnig fests á milli tannanna sem er óþolandi. 

Bestu leiðir til að hámarka upptökuna er með því að:

  • Leggja fræin í bleyti í 10 mínútur eða yfir nótt.
  • Mala þau niður í blandara eða með kaffikvörn.

Algengast er að leggja chia-fræin í bleyti og þykir mér persónulega best að leyfa þeim að liggja í bleyti yfir nótt.

Ef þú gleymdir að leggja chia-fræin í bleyti og ætlar að gera þér búst mæli ég með því að láta chia fræin í blandara, bæta við þeim vökva sem þú vilt nota og leyfa því að standa áður en þú bætir út í rest af hráefnum.

Hvernig er best að geyma chia-fræ?

Best er að geyma chia-fræin á köldum þurrum stað. 

Að leggja chia fræ í bleyti 

Sjálf er ég alltaf með chia-fræ í bleyti, í glerkrukku í ísskápnum. Við hjónin erum svo dugleg að nota þau í búst eða á grautinn.

Chia fræ lögð í bleyti

  • 3 msk chia-fræ
  • ½ bolli vatn 

Setjið 3 msk. af Chia-fræjum í 1/2 bolla af vatni og hrærið í 10 mínútur eða látið liggja í bleyti yfir nótt í skál eða krukku. Ráðlagður dagskammtur af bleyttum chia fræjum er 3-4 msk. 

Chia-fræ geymast í allt að 5-7 daga í bleyti í ísskápnum. Einnig hef ég heyrt um að frysta Chia-grauta en hef þó ekki prófað það sjálf.

Ef þér finnst chia fræin ekki góð myndi ég mæla með að mala þau niður og setja út í búst eða jógúrt, þú finnur lítið sem ekkert bragð af þeim þannig.

Hægðatregða og Chia-fræ

Flestir sem borða Chia-fræ finna fyrir bættri meltingu og mýkri hægðum. Af og til eru þó sumir að upplifa hægðatregðu eftir Chia-fræ en slíkt getur gerst ef fræin eru ekki lögð í bleyti eða möluð niður. Einnig er hægt að finna fyrir hægðatregðu ef maður innbyrðir meira en ráðlögðum dagskammti af þeim. Ráðlagður skammtur er í kringum 2 msk. eða c.a 15 gr. beint úr pokanum. Byrjaðu því á minna og bættu rólega meira við í mataræðið.

Hvenær á að að borða Chia-fræ?

Chia-fræin er í raun hægt að borða hvenær sem er. Þar sem fæðan getur verið orkugefandi, þrátt fyrir að innihalda ekkert koffín, er hún frábær sem morgunmatur, út í búst eða sem millimál. Þú verður samt ekkert vakandi fram á nóttu ef þú færð þér jógúrt eða chia graut í kvöldmatinn.

Einnig hafa Chia-fræ verið lengi vel notuð af íþróttafólki fyrir æfingu. Fyrir þá sem vilja forðast þunga máltíð fyrir æfingu er þetta létt og orkugefandi.

Hvernig er hægt að borða chia fræ?

Hægt er að gera Chia-graut eða bæta út í búst, drykki eða hafra eða kínóagrautinn sem er algengast. Hér sjáið þið nokkrar góðar uppskriftir frá okkur sem innihalda Chia-fræ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert