Af hverju ættir þú alltaf að borða morgunmat?

Hollur og staðgóður morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins.
Hollur og staðgóður morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins. Samsett mynd

Þótt ótrúlega megi stundum virðast þá er mjög mikilvægt fyrir þig að borða morgunmat. Góður morgunmatur getur skipt sköpun fyrir þig út daginn og til framtíðar. Að fá sér morgunmat samansettan af fullkomnu próteini, flóknum kolvetnum og hollri fitu skiptir sköpun fyrir líkama og sál.

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og næringar- og lífstílsráðgjafi hefur skrifað markverða pistla um þessu mál og rökstutt vel hvers vegna þú ættir alltaf að borða morgunmat. Júlía heldur út síðunni Lifðu til fulls og þar er að finna góð ráð fyrir líkama og sál auk þess hollar og góðar uppskriftir eftir Júlíu.

Morgunmatur á ensku er „breakfast“

Eins og fram kemur í pistli hennar er morgunmatur á ensku er „breakfast“, eða break-fast sem þýðir í raun að rjúfa föstu. Eftir nóttina er líkaminn í mildu föstu ástandi, eins og hann væri ef engin fæða væri í boði. Þegar þú vaknar, hefur líkaminn unnið úr þeirri fæðu sem var í meltingarkerfinu og þarfnast nú fæðu til að halda efnasamskiptum eða brennslu gangandi.

„Ef þú borðar ekki fyrr en um hádegið gengurðu á orku þína og reynir þá líkaminn að varðveita það sem hann hefur í stað þess að starfa við sína hámarks getu og brenna fitu eins og við viljum. Hollur morgunmatur mun því örva brennslu og leyfa líkamanum að starfa við sitt besta,“ segir Júlía.

Staðgóður morgunmatur örvar brennslu og eykur orku

Fleiri fleiri rannsóknir sýna að þeir sem borða morgunmat eiga auðveldara með að viðhalda kjörþyngd og léttast og upplifa meiri orku og jafnvægi yfir daginn. „Aukalega gerir góður morgunmatur þér kleift að vera virkari yfir daginn, auka orkustig þitt og skapa þannig fleiri tækifæri til þess að brenna kalóríur. Hugsaðu einnig út í það, ertu ekki líklegri til þess að fara út að skokka eða ganga ef þú ert ekki búin á því eftir daginn?,“ spyr Júlía.

Val á morgunmat skiptir sköpun

Júlía segir að fæðan sem þú velur sé lykilatriði fyrir þyngdartap og orku. „Við ættum að leita eftir morgunmat sem inniheldur prótein, flókin kolvetni og holla fitu. Ef við gerum það erum við í góðum málum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert