Eftirréttameistarinn á heiðurinn að matseðli vikunnar

Ólöf Ólafsdóttir landsliðskokkur og konditori á heiður að vikumatseðlinum að …
Ólöf Ólafsdóttir landsliðskokkur og konditori á heiður að vikumatseðlinum að þessu sinni sem allir sælkerar eiga eftir að elska. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Ólöf Ólafsdóttir landsliðskokkur og konditori á Monkeys á heiðurinn á vikumatseðlinum að þessu sinni sem á eftir að gleðja alla sælkera. Ólöf er annáluð fyrir kunnáttu sína í eftirréttagerð og þekkt fyrir að töfra fram dýrindis eftirrétti sem gleðja bæði auga og munn. Hún veit fátt skemmtilegra en að matreiða góðan og ljúffenga eftirrétti og á sumrin elskar hún að grilla dýrindis steikur sem kitla bragðlaukana. Miklar annir eru fram undan hjá Ólöfu og hún hefur staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði fyrir komandi verkefni.

Á bak við tjöldin

Undanfarið hefur verið mikið af plönum í kortunum hjá mér sem er meðal annars kokkalandsliðið, það er algjört ævintýri. Núna í vor kláraði ég eitt mitt stærsta verkefni hingað til og get ég ekki beðið eftir að deila því með þjóðinni en þangað til er hægt að fylgjast með á bak við tjöldin á Instagram reikningnum mínum @olofolafs Þar er ég mikið að sýna frá komandi verkefnum,“ segir Ólöf sem er farin að iða í skininu fyrir komandi vetri.

Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að ég sé með mat á heilanum og fannst mér einstaklega skemmtilegt að fá að búa til vikumatseðil og byrja á frídegi verslunarmanna sem er þægilegur dagur eftir mikla matarhelgi enda búið að grilla og njóta í botn.“

Hér vikumatseðillinn í boði eftirréttameistarans kominn í allri sinni dýrð.

Spaghettí Bolognese að hætti Ítala klikkar ekki.
Spaghettí Bolognese að hætti Ítala klikkar ekki. Unsplash/Emanuel Ekstrom

Mánudagur - Spaghettí Bolognese

„Tilvalið er að byrja vikuna í eldhúsinu lauflétta og henda í einn pastarétt, hann klikkar aldrei.“

Miso marineruð bleikja með agúrkusósu gleður á góðum degi.
Miso marineruð bleikja með agúrkusósu gleður á góðum degi. Ljósmynd/Linda Ben

Þriðjudagur - Miso marineruð bleikja með agúrkusalatssósu 

Mér finnst fátt betra en að elda góðan fisk og er bleikja í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er alltaf skemmtilegt að leika sér með mísó enda virkilega gott á bragðið og hef ég til dæmis notað það í eftirréttagerð.

Girnilegur karríkókospottréttur með bönunum.
Girnilegur karríkókospottréttur með bönunum. Samsett mynd

Miðvikudagur - Karríkókospottréttur með bönunum

Undanfarin ár hef ég verið mikið fyrir að gera góða og næringarríka grænmetisrétti og hittir þessi beint í mark.

Girnilegt sumarlegt salat með lambafille og eggaldin.
Girnilegt sumarlegt salat með lambafille og eggaldin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimmtudagur - Sumarlegt salat með lambafillet

Þetta salat er fullkomin upphitun fyrir næstu grill helgi.“

Ljúffengar nautasteikur sem steinliggja.
Ljúffengar nautasteikur sem steinliggja. Samsett mynd

Föstudagur - Nautalund að bestu gerð

Það er tilvalið að byrja helgina með stæl með þessari dýrindis nautalund og mæli ég hiklaust með að kíkja yfir þessar nautasteikur fyrir helgina.“

Appelsínukryddlegið lamb bráðnar í munni.
Appelsínukryddlegið lamb bráðnar í munni. Ljósmynd/Linda Ben

Laugardagur - Appelsínukryddlegið lamba T-bone og vanillukaka

Það er hefð hjá mér að elda lamb á laugardeginum fyrir verslunarmannahelgina, að sitja með rauðvín í útilegustól og borða lamb er fullkomin lýsing á minni helgi. Leyfi mér það aðra helgina í röð.“

Þessi guðdómlega vanillukaka kemur úr smiðju eftirréttameistarans.
Þessi guðdómlega vanillukaka kemur úr smiðju eftirréttameistarans. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

„Mæli klárlega með þessari í eftirrétt.

Sunnudagspitsan slær ávallt í gegn.
Sunnudagspitsan slær ávallt í gegn. Ljósmynd/Svava Gunnarsdóttir

Sunnudagur - Ómótstæðileg pitsa

Það sem hittir alltaf beint í mark á sunnudögum er eitt stykki sunnudags pítsa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert