Birna elskar lambaskanka og lambakótelettur

Birna G. Ásbjörns­dótt­ir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni …
Birna G. Ásbjörns­dótt­ir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni þar sem hún raðar saman draumaréttunum sínum og fjölskyldunnar. mbl.is/Óttar Geirsson

Birna G. Ásbjörns­dótt­ir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni þar sem hún raðar saman draumaréttunum sínum og fjölskyldunnar. Hér er á ferðinni spennandi matseðill þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi og íslenska lambakjötið og fiskurinn eru í forgrunni.

Er að ljúka doktorsnámi

Birna er rann­sak­andi við Há­skóla Íslands og gest­a­rann­sak­andi við Harvard Medical School, frum­kvöðull og stofnandi Jörth. En Jörth var stofnuð með það markmið að hjálpa fólki að bæta heilsu sína og líðan með því að koma jafnvægi á meltingarveginn og þarmaflóruna. Jörth framleiðir hágæðabætiefni úr náttúrulegum hráefnum sem græða og byggja upp heilbrigðan meltingarveg. En heilbrigður meltingarvegur er grunnurinn að góðri heilsu, bæði líkamlegri og andlegri.

„Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana því ég er að ljúka doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands um þessar mundir. Ég hef gríðarlega mikinn áhuga á næringu og heilsu og hef til dæmis rannsakað íslenska broddmjólk mjólkurkúa og áhrif hennar á meltingarveginn, á ónæmis- og taugakerfið og á geðheilsu. Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun minni og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi,“ segir Birna.

Styttist í ný bætiefni

Einnig er nóg að gera í fyrirtækinu hennar Birnu. „Jörth setti sína fyrstu vöru, Abdom, á markað í vor og það hefur gengið framar vonum. Við erum afar þakklát fyrir frábær viðbrögð og það er mjög gefandi að sjá hvað Abdom er að hjálpa mörgum að losna við hin ýmsu meltingaróþægindi. Það er margt spennandi á döfinni hjá Jörth á næstunni. Við vorum að byrja með reglulega fræðslu sem er opin öllum og fer fram á netinu í gegnum fjarfundakerfið „Zoom“. Síðan styttist í nýtt bætiefni sem er væntanlegt á markað innan skamms. Við erum með margt skemmtilegt á prjónunum og hlökkum mikið til að vaxa og dafna,“ segir Birna og horfir björtum augum til framtíðarinnar.

Er með aðstoðarkokk, soninn Nóa

Birna hefur líka mikla ástríðu fyrir matargerð. „Ég hef alltaf eytt miklum tíma í eldhúsinu og elda mat meira og minna alltaf frá grunni. Ég á mínar bestu stundir í eldhúsinu og er gjarnan með mjög duglegan aðstoðarkokk sem er hann Nói sonur minn. Við dönsum gjarnan saman í eldhúsinu, hlustum á klassíska tónlist, höfum alltaf kertaljós og skálum gjarnan í kombucha í spariglösum. Það er mikilvægt að fjölskyldan taki þátt í eldamennskunni, að allir taki þátt í öllu. Við þurfum að ala börnin okkar upp við að elda og njóta, og borða og njóta. Þá munu þau ala sín börn upp á sama hátt og þannig getum við viðhaldið góðum og hollum hefðum. Það er svo mikilvægt að borða saman í góðum félagsskap því allur matur er hollari þannig. Og hvað er betra en að borða með sínum nánustu?“

Birna setti saman drauma vikumatseðilinn sinn fyrir matarvefinn sem er fjölbreyttur og góður fyrir þarmaflóruna.

Mánudagur - Steikt bleikja með kryddjurtasalati og geitarosti

„Við eldum mikið af bleikju og höfum gjarnan á mánudögum með fullt af salati.“ 

Undursamleg bleikja með kryddjurtarsalati og geitarosti.
Undursamleg bleikja með kryddjurtarsalati og geitarosti. mbl.is/Kristinn Magnússon

 

Þriðjudagur - Grískt lambataco með mintusósu

Taco er frábær matur sem er skemmtilegt að útbúa saman. Það er hægt að setja nánast hvað sem er í taco og nota þannig afganga til að gera frábæra máltíð.“

Grískt lambataco með mintusósu er lostæti.
Grískt lambataco með mintusósu er lostæti.

 

Miðvikudagur - Einföldustu lambaskankar í heimi

„Við elskum öll lambakjöt og viljum öll helst „kjöt á beini“ svo lambaskankar eru gjarnan eldaðir þegar kólna fer í veðri.“

Syndsamlega góður hægeldaður lambaskanki.
Syndsamlega góður hægeldaður lambaskanki.

 

Fimmtudagur - Steiktur lax með rabarbara og beðum

„Við borðum reglulega fisk og reynum að hafa sem oftast. Lax er alltaf vinsæll hjá okkur.“

Steiktur lax með rabarbara og beðum.
Steiktur lax með rabarbara og beðum.

 

Föstudagur - Grilluð pitsa með fíkjum, gráðosti og sultuðum lauk

„Það er yfirleitt pitsa á föstudögum. Við gerum alltaf okkar eigin pitsur og stundum erum við öll með okkar útgáfu. Það er mjög gaman að elda saman pitsu á föstudögum og við gefum okkur alltaf góðan tíma í það.“

Grilluð pitsa með fíkjum, gráðosti og sultuðum lauk.
Grilluð pitsa með fíkjum, gráðosti og sultuðum lauk.

Laugardagur - Lambakótelettur Stanley Tucci

„Við elskum öll lambakótelettur, enda „kjöt á beini“ og grillum þær gjarnan og fullt af grænmeti með, bæði grillað og svo fullt af grænu salat með ólífuolíu og alvöru þroskuðum parmesan osti yfir.“

Lambakótelettur Stanley Tucci er sælgæti og íslenska lambakjötið steinliggur hér.
Lambakótelettur Stanley Tucci er sælgæti og íslenska lambakjötið steinliggur hér.

Sunnudagur - Stórfenglegur fiskréttur með humar- og hvítvínssmjöri

„Oftast erum við til í eitthvað léttara á sunnudögum og þá er fiskur góður kostur. Þá er gjarnan gerður svona vandaður og flottur réttur.“

Stórfenglegur fiskréttur með humar- og hvítvínssmjöri sem bráðnar í munni.
Stórfenglegur fiskréttur með humar- og hvítvínssmjöri sem bráðnar í munni. mbl.is/Golli

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert