Mikið verður um dýrðir á þakbarnum

Boðið verður upp á ævintýralega og spennandi vetarkokteila á þakbarnum …
Boðið verður upp á ævintýralega og spennandi vetarkokteila á þakbarnum á The Reykjavík Edition hótelinu næstkomandi helgi. Samsett mynd

Mikið verður um dýrðir á þakbarnum á The Reykjavík Edition hótelinu um helgina 12. til 13. janúar næstkomandi. Hovdenak Distillery verður á þakbarnum og boðið verður upp á ævintýralega og spennandi vetrarkokteila eins og Carrot Martini, Bilberry Time Cloud og Arctic Coffee svo fátt sé nefnt.

Stórfenglegt útsýni á þakbarnum

Tónlistin mun óma  en á föstudaginn 12. janúar spilar Ingvar Geirsson og laugardaginn 13. janúar spilar Benni B-Ruff. Opið verður á þakbarnum frá kl. 18:00 til 01:00 þar sem útsýnið er stórfenglegt og lætur engan ósnortinn. Hótelið stendur við höfnina við hlið Hörpu í hjarta miðborgarinnar þar sem Esjan og fjallagarðarnir blasa við á sinn einstaka hátt.

Útsýnið er stórfenglegt á þakbarnum. Vert er að minnast þess …
Útsýnið er stórfenglegt á þakbarnum. Vert er að minnast þess að þakbarinn var valinn þriðji besti þakbarinn í heimi af bresku vefsíðunni EnjoyTra­vel í fyrra. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert