Matreiðslunámskeið með Ellu Stínu

Ella Stína bauð upp á matreiðslunámskeið í Hagkaup í Smáralind …
Ella Stína bauð upp á matreiðslunámskeið í Hagkaup í Smáralind í gærkvöld í tilefni Veganúar og Heilsudaga. Ljósmynd/Blik Studíó

Í gær hélt Ella Stína, frumkvöðull og grænkeri, matreiðslunámskeið í Hagkaup Smáralind við góðar undirtektir. Í tilefni Veganúar og Heilsudaga bauð Hagkaup upp á námskeiðið þar sem Ella Stína sýndi listir sínar í eldhúsinu. Hún töfraði fram ljúffengt vegan-buff með thainí-sósu og bjó til gómsætt hakk og spagettí með nýja vegan-hakkinu sem hún kom með á markað nýverið en hún á fyrirtækið sem ber heitið Ella Stína sem framleiðir og selur vegan-matvörur. Nýja vegan-hakkið sló heldur betur í gegn á námskeiðinu og rann ljúft ofan í þátttakendur. Einnig sýndi hún frá því hvernig hún býr til vegan-parmesanost frá grunni.

Ella Stína gerði meðal annars hakk og spagettí úr nýju …
Ella Stína gerði meðal annars hakk og spagettí úr nýju vegan-hakki sem var að koma á markað. Ljósmynd/Blik Stúdíó

Bauð upp á smakk

Í lokin sýndi hún hvernig hún gerir girnilegar kókoskúlur ásamt því að bjóða upp á smakk af hennar frábæru kökum sem hún selur meðal annars í Hagkaup. Það var samdóma álit þátttakenda að þetta hafi verið frábær kvöldstund með þessum matarfrumkvöðli.

Ljósmynd/Blik Stúdíó
Ljósmynd/Blik Stúdíó
Ljósmynd/Blik Stúdíó
Mikil ánægja var með námskeiðið og kræsingarnar sem boðið var …
Mikil ánægja var með námskeiðið og kræsingarnar sem boðið var upp á meðal þátttakenda. Ljósmynd/Blik Stúdíó
Ljósmynd/Blik Stúdíó
Ella Stína bauð upp á girnilegt smakk.
Ella Stína bauð upp á girnilegt smakk. Ljósmynd/Blik Stúdíó
Ljósmynd/Blik Stúdíó
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert