Flinkustu kokkar landsins bjóða upp á vikumatseðilinn

Flinkustu kokkar landsins bjóða upp á vikumatseðilinn sem er hinn …
Flinkustu kokkar landsins bjóða upp á vikumatseðilinn sem er hinn girnilegasta. Samsett mynd

Þessa dagana er íslenska kokkalandsliðið að keppa á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart og fyrri umferð kláraðist í kvöld. Seinni umferðin í keppninni fer fram á þriðjudaginn og stemningin er rafmögnuðu hjá hópnum. Landsliðið á heiðurinn af matseðil vikunnar en uppáhaldsréttir nokkurra meðlima prýða vikumatseðilinn sem vert er að njóta fyrstu vikuna í febrúarmánuði áður en bolludagur og sprengidagur ganga í garð með öllu tilheyrandi.

Mánudagur – Steiktur fiskur að hætti Snædísar þjálfara íslenska kokkalandsliðsins

Þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir matreiðslumeistari, býður upp á steiktan fisk. Hún elskar einfaldleikann þegar hversdagsleikinn er annars vegar og þá er fiskurinn vinsæll. 

Steiktur fiskur er ávallt klassík.
Steiktur fiskur er ávallt klassík. Ljósmynd/Gott í matinn

Þriðjudagur - Kolagrilluð rauðspretta með kartöflumús og heimalagaðri tómatsósu

Úlfar Örn Úlfarsson, nýr meðlimur íslenska kokkalandsliðsins býður upp á rauðsprettu með dýrðlegri kartöflumús og heimalagðri tómatsósu. Úlfar er sonur Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumeistara og þaðan segist hann fá innblástur sinn í matargerðina.

Dýrðleg kola­grilluð rauðspretta með kart­öflumús, chimichurri og heima­gerðri tóm­atsósu.
Dýrðleg kola­grilluð rauðspretta með kart­öflumús, chimichurri og heima­gerðri tóm­atsósu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miðvikudagur – Ljúffeng nautalunda á franska vísu

Ísak Aron Jóhannsson á heiðurinn af þessari dýrðlegu uppskrift en hann er fyrirliði íslenska kokkalandliðsins.

Tour­nedos-nauta­lund­i með svört­um truffl­um, bri­oche-sneið, pönnu­steiktu foie gras og madeira-rauðvíns­gljáa.
Tour­nedos-nauta­lund­i með svört­um truffl­um, bri­oche-sneið, pönnu­steiktu foie gras og madeira-rauðvíns­gljáa. mbl.is/Eyþór

Fimmtudagur – Þorskhnakki með beurrre blanc-sósu

Jafet Berg­mann Viðars­son meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu hefur dálætið fyrir fiskréttum og hans uppáhalds er þessi réttur, þorskhnakki borinn fram með beurre blanc-sósu að betri gerðinni.

Steiktur þorskhnakki með kremuðu byggi og beurre blanc-sósu.
Steiktur þorskhnakki með kremuðu byggi og beurre blanc-sósu. Ljósmynd/Jafet Bergmann

Föstudagur – Syndsamleg crogue monsieur með afgangs kjöti

Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son landsliðskokk­ur er þekkt­ur fyr­ir að gera sæl­kera­sam­lok­ur sem eru svo unaðslega góðar að erfitt er að stand­ast freist­ing­ar þegar þær eru born­ar fram. Gabrí­el nýt­ir hvert tæki­færi til að leika sem með af­ganga af hátíðarmatn­um til að út­búa synd­sam­lega sam­lok­ur. Það þarf alls ekki að vera jólaafgangar heldur hvers kyns afgangur af kjöti sem vert er að leika sér með. Til þess er leikurinn gerður.

Croque Monsieur með afgangs-jólakalkún.
Croque Monsieur með afgangs-jólakalkún. Ljósmynd/Gabríel Kristinn

Laugardagur – Nauta- ribeye að hætti landsliðskokksins

Bjarki S­nær Þor­steins­son meðlimur íslenska kokkalandsliðsins býður upp á syndsamlega gott nauta -ibeye sem erfitt er að standast. Uppáhaldsrétturinn hans Bjarka er grillað umi nauta-ribeye borið fram með hasselback-kartöflunum, gljáðum gulrótum og béarnaise-sósu.

Uppáhaldsrétturinn hans Bjarka þessa dagana er grillað umi nauta-ribeye borið …
Uppáhaldsrétturinn hans Bjarka þessa dagana er grillað umi nauta-ribeye borið fram með hasselback-kartöflunum, gljáðum gulrótum og béarnaise-sósu. Ljósmynd/Bjarki Snær

Sunnudagur – Guðdómleg ostakaka með kaffinu

Ólöf Ólafs­dótt­ir konditori, meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu elskar að töfra fram ljúffengar kökur sem gott er að njóta með helgarkaffinu eða bjóða upp á í eftirrétt þegar fjölskyldan og vinir koma í helgarmatinn. 

Jarðarberja baileys ostakakan hennar Ólafar er hreint listaverk.
Jarðarberja baileys ostakakan hennar Ólafar er hreint listaverk. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert