Þessir fimm komust áfram í Kokk ársins  

Úrslitin í keppninni Kokkur ársins 2024 verða kunngjörð á morgun …
Úrslitin í keppninni Kokkur ársins 2024 verða kunngjörð á morgun en fimm komust áfram úrslitin í forkeppninni í gær. Samsett mynd

Í gær fór fram forkeppni fyrir keppnina um Kokk ársins 2024 sem haldin verður í Ikea á morgun, laugardaginn 13. apríl næstkomandi. Keppnin var æsispennandi og metnaðurinn hjá keppendum var í fyrirrúmi.

Verkefni dagsins var að elda kjúklingabringu og kjúklingalegg frá Ísfugl  Það voru sjö keppendur sem tóku þátt í forkeppninni og komust 5 þeirra áfram.  Keppendurnir sem komust áfram eru:

  • Wiktor Pálsson frá Speilsalen
  • Ísak Aron Jóhannsson, Zak veitingar
  • Hinrik Örn Lárusson, Lux veitingar
  • Hinrik Örn Halldórsson, Flóra veitingar
  • Bjarni Ingi Sigurgíslason frá Kol
Wiktor Pálsson frá Speilsalen.
Wiktor Pálsson frá Speilsalen.
Ísak Aron Jóhannsson, Zak veitingar.
Ísak Aron Jóhannsson, Zak veitingar.
Hinrik Örn Lárusson frá Lux veitingum
Hinrik Örn Lárusson frá Lux veitingum
Hinrik Örn Halldórsson, Flóra veitingar.
Hinrik Örn Halldórsson, Flóra veitingar.
Bjarni Ingi Sigurgíslason frá Kol.
Bjarni Ingi Sigurgíslason frá Kol.


Eftir að tilkynnt var hverjir kæmust áfram voru skylduhráefni laugardagsins kynnt en þau eru:

Forréttur

  • Andar egg
  • Gullauga kartöflur
  • Skyr

Aðalréttur

  • Lambahryggur  3,5 kg.
  • Villtur hvítlaukur ( Ramson lauf)
  • Smjördeig

Eftirréttur

  • Krækiberjasafi
  • Cacao barry súkkulaði hvítt Zephyr 34%
  • Söl

Næsta verkefni keppenda var að skila inn matseðil en það þurftu þeir að gera fyrir klukkan 19.00 í gær, fimmtudag.  Það verður spennandi að fylgjast með keppendum spreyta sig á þessum hráefnum.

Í fyrsta skipti keppni um Grænmetiskokk ársins

Í dag föstudag fer fram í fyrsta skipti keppnin um Grænmetiskokk ársins, þar eru fimm keppendur skráðir til leiks en þeir eru:

  • Bjarki Snær Þorsteinsson, Lux veitingar
  • Bjarni Haukur Guðnason, Hvíta húsið
  • Kristján Þór Bender Eðvarðsson, Bláa Lónið
  • Þórarinn Eggertsson, Smakk veitingar
  • Monica Daniela Panait, Hótel Geysir

Keppendur hafa 5 klukkutíma til undirbúnings og verða ræstir með 5 mínútna millibili.

Eldaður verður þriggja rétta matseðil fyrir 12 manns sem samanstendur af eftirfarandi grunn hráefnum:

Forréttur

  • Egg 40%
  • Græn franskur Aspas

Aðalréttur

  • Gulrætur 40%
  • Pólenta
  • Kantarellur

Eftirréttur

  • Ananas
  • Sýrður rjómi 

Úrslit í öllum keppnum verða kunngjörð í Ikea eftir klukkan 18:00 á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert