Extra tyggjóið í nýjar umbúðir

Hér vinstra megin má sjá hvernig nýju umbúðirnar munu líta …
Hér vinstra megin má sjá hvernig nýju umbúðirnar munu líta út en hægra megin umbúðirnar sem er renna út sitt skeið og fara af markaði. Samsett mynd

Hið vinsæla Extra tyggigúmmi er þessa dagana að færa sig í nýjar og nútímalegar umbúðir. Hin nýja hönnun er hluti af samræmdri útlitsbreytingu á heimsvísu sem er ætlað að höfða betur til neytenda og verða hluti af þeirra lífsstíl. Með nýju umbúðunum er hver bragðtegund undirstrikuð með skýrum hætti, sem auðveldar neytendum að tengja við sína uppáhaldsvöru.

„Við erum mjög ánægð með þessa útlitsbreytingu á Extra tyggjóinu“ segir Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Innnes. „Extra er ein vinsælasta lífstílsvaran á okkar neytendamarkaði. Breytingin mun eiga sér stað hægt og rólega og munu nýju umbúðirnar detta inn hver af annarri fram á vorið. Rétt er að taka fram að tyggjóið sjálft er ekki að breytast“ segir Páll að lokum en útilokar ekki að við megum eiga von á nýjum bragðtegundum með vorinu.

Extra er ein vinsælasta tannverndar-  og lífstílsvara landsins 

Extra er ein vinsælasta tannverndar- og lífstílsvaran sem neytendur eiga völ á en rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Fram hefur komið í rannsóknum að Extra minnkar einnig upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert