Tjáðu ást þína með kræsingum

Í tilefni dags ástarinnar, Valentínusardags er upplagt að koma ástinni …
Í tilefni dags ástarinnar, Valentínusardags er upplagt að koma ástinni á óvart með guðdómlegum kræsingum og matarupplifunum og skapa góðar minningar. Samsett mynd

Valentínusardagur er á morgun sem dagur ástarinnar og þá er um að gera að fagna ástinni og gera vel við ástina og sig. Hann er haldinn er hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert. Þetta er ekki íslenskur siður líkt og bóndadagur og konudagur en engu að síður eru margir landsmenn farnir að halda upp á þennan dag og fjöldi veitingastaða og annarra fyrirtækja á Íslandi eru farin að bjóða tilboð í tilefni dagsins. Dagurinn á uppruna sinn að rekja í Evrópu á 14. öld. Meðal þess sem er hefðbundið að gera þennan dag er að senda sínum heittelskaða/sinni heittelskuðu gjafir á borð við blóm og konfekt og láta Valentínusarkort fylgja með. Þessar hefðir eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum.

Tjáðu ást þín gegnum munn og maga

Ef þig langar að dekra við ástina þína á morgun gegnum magann þá er margt í boði sem gleður augu og munn. Matur er mannsins megin eins og máltækið segir og hvað er huggulegra en að snæða saman rómantíska máltíð, njóta kræsinga eða borða fallegan eftirrétt við kertaljós?

Hér er að finna 8 góðar hugmyndir til gleðja ástina þína gegnum munn og maga:

Færðu ástinni morgunverð upp í rúm

Þetta er sá morg­un­verður sem er upp­lagt að gleðja ást­ina með upp í rúm ásamt glasi af ljúf­fengu kampa­víni, hvort sem það er áfengt eða óá­fengt. Það er þessi hátíðleiki og róm­an­tík sem svíf­ur yfir með þess­um morg­un­verðarrétti og bræðir öll hjörtu sem elska egg og reykt­an lax.

Hátíðleg­ur og róm­an­tísk­ur morg­un­verður, lúx­us Eggs Benedict eða eins og …
Hátíðleg­ur og róm­an­tísk­ur morg­un­verður, lúx­us Eggs Benedict eða eins og sum­ir kalla hann, kon­ung­lega út­gáf­an af Eggs Benedict. Ljósmynd/Unsplash

Sjá uppskriftin hér fyrir neðan:

Spældu hjartalaga egg fyrir ástina þína

Það þarf ekki að vera flókið að bjóða ást­inni þinni upp á huggu­leg­an morg­un­verð. Þú get­ur ein­fald­lega spælt egg í hjarta­löguðu formi. Eina sem þú þarft að gera er að spæla eggið í hjarta­löguðu formi, bera það fram á fal­leg­um disk og krydda til með chili­f­lög­um eða skreyta með ferskri steinselju. Síðan er lag að færa ást­inni þinni hjarta­eggið á bakka ásamt fersk­um app­el­sínusafa og ný­bökuðu brauði ef vill upp í rúm og bjóða góðan dag. Það er ást og gleður matarhjartað.

Róm­an­tískt að bjóða ást­inni upp á spælt egg í hjarta­löguðu …
Róm­an­tískt að bjóða ást­inni upp á spælt egg í hjarta­löguðu formi og fersk­an app­el­sínusafa upp í rúm. Samsett mynd

Sjá uppskriftina hér fyrir neðan:

Bjóddu ástinni þinni út að borða

Frá 14.- 25. febrúar verður sérstakur matseðill í boði á Fiskmarkaðnum tileinkaður ástinni. Þau sjá einnig um blómvöndinn en hann kemur frá vinum þeirra hjá Blómstru. Þú færð gjafabréf við komu og getur sent blómvönd beint á ástina þína þegar þér hentar - heimsending innifalin.

Girnilegir réttirnir á Fiskmarkaðinum. Á ástarmatseðlinum er að finna bleikju …
Girnilegir réttirnir á Fiskmarkaðinum. Á ástarmatseðlinum er að finna bleikju sashimi new style, kóngarækjur í tempura og Chipotle önd. Verðið er 8.900,- krónur á mann með blómvendi. Ljósmynd/Björn Árnason

Færðu ástinni þinni gómsætan eftirrétt

Gulli Arnar bakari er þekktur fyrir sína gómsætu og fallegu eftirrétti og í tilefni Valentínusardags er hann búinn að töfra fram eftirrétt fyrir ástina. Bakaríið hans heitir einfaldlega Gulli Arnar, Flatahrauni í Hafnarfirði.

Hér er á ferðinni dýrðlegur eftirréttur, hvítsúkkulaðimús með sítrónukremi og …
Hér er á ferðinni dýrðlegur eftirréttur, hvítsúkkulaðimús með sítrónukremi og karamellusúkkulaðifyllingu og kostar 1.500,- krónur. Ljósmynd/Gulli Arnar

Galdraðu fram rómantískt kvöld heima í stofu

Sælkerabúðin býður upp á tilboð á dýrindis þriggja rétta rómantískri máltíð, konfekti og blómum. Í tilefni Valentínusardagsins er búið stilla upp sælkerapakka sem mun fullkomna rómantískt kvöld fyrir ástina.

Rómantíkin byrjar með nauta-carpaccio til að deila. Því næst tekur …
Rómantíkin byrjar með nauta-carpaccio til að deila. Því næst tekur við trufflumaríneruð nautalund í aðalrétt með sérvöldu meðlæti og sósu. Að lokum gómsæta Valentínusarkakan í eftirrétt. Blómvöndur og konfekt fylgir með öllum pökkum. Verðið er 7.990,- krónur á mann. Ljósmynd/Sælkerabúðin

Tjáðu ást þína með ástarlakkrís

Fyrir lakkrísunnendur er þessi ljúffengi ástarlakkrís frá Lakrids by Bulow en innan í lakkrísnum leynist hjarta. Þetta er góð leið til að tjá ástina sína ef ástríðan ástarinnar fyrir lakkrís er til staðar. Svo er lakkrísinn í fallegum umbúðum og fagurkerar kunna vel að meta fallegar umbúðir með góðgæti í.

Lakkris Love Seltection box-ið kostar 5.950,- krónur en lítil askja …
Lakkris Love Seltection box-ið kostar 5.950,- krónur en lítil askja 1.450,- krónur og fæst í Epal. Samsett mynd

Bjóddu ástinni þinni í heilnæma stund og kræsingar

Hvernig væri að fagna ástin með ástarfundi í heilsulindinni á Iceland Parliament Hótelinu við Austurvöll? Þvílíkur unaður að njóta þess að eiga nærandi og góða stund í góðu spa og fá búbblur í glas og bakka með sætu kræsingum sem kitla bragðlaukana. Síðan er hægt að fara sig upp á veitingastaðinn Hjá Jóni og fá sér dýrðlegan kvöldverð og láta stjana við sig innan fallega list og fallegt útsýni yfir Austurvöll.

Hægt er að panta ljúffengar kræsingar í heilsulindinni og njóta.
Hægt er að panta ljúffengar kræsingar í heilsulindinni og njóta. Samsett mynd

Út að borða og hugljúfir tónar fyrir ástina

Í tilefni Valentínsusardagsins verður veitingastaðurinn í hjarta miðborgarinnar, Duck & Rose, með glæsilegan ástarseðil ásamt því sem tónlistarkonan Bjartey spilar ljúfa tóna. Þú getur því boðið ástinni þinni upp á rómantískan kvöldverð og hugljúfa tóna Bjarteyjar í tilefni dagsins.

Svona lítur ástarseðill Duck & Rose út. Seðlinum fylgir Tosti …
Svona lítur ástarseðill Duck & Rose út. Seðlinum fylgir Tosti Prosecco Rosé í fordrykk og kostar 10.990.- krónur á mann. Samsett mynd


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert