Hlotið nafnbótina Grænasta vörumerkið í Noregi og Svíþjóð

Helga Dís Jakobsdóttir segir að Anglamark vörurnar hafi svarað kalli …
Helga Dís Jakobsdóttir segir að Anglamark vörurnar hafi svarað kalli viðskiptavina eftir lífrænum og eiturefnalausum vörum. Nettó stendur nú fyrir Anglamarkdögum í formi appafsláttar. Samsett mynd

Þessa dagana stendur Nettó fyrir með Anglamark dögum og bjóða að því tilefni 25% „appslátt“, sem er afsláttur í formi inneignar í Samkaupaverslununum öllum. Vörulína Anglamark er mjög fjölbreytt, allt frá snyrtivörum, vörum fyrir börn yfir í ýmisskonar matvöru, bæði ferskvöru og þurrvöru. 

Grænasta vörumerkið í átta ár

Að sögn Helgu Dísar Jakobsdóttur markaðs- og upplifunarstjóra Nettó eru Anglamark frábærar vörur fyrir heimilin, umhverfisvottaðar, lífrænar og hafa það að markmiði að stuðla að heilbrigðari lífsstíl. Vörumerkið hefur m.a. hlotið nafnbótina Grænasta vörumerkið í Noregi og Svíþjóð í átta ár.

Aukinn áhugi viðskiptavina eftir eiturefnalausum og lífrænum vörum

„Við höfum fundið fyrir auknum áhuga á Anglamark vörunum vegna þess að þær svara auknu kalli viðskiptavina okkar eftir eiturefnalausum og lífrænum vörum. Það er auðvitað aukin umræða í samfélaginu okkar um efnasamsetningu vara og það er svo mikilvægt að neytendur hafi aðgang að vörum sem þau geta treyst að séu lífrænar, umhverfisvottaðar og styðji við það sem við öll viljum vera að vinna að sem er heilbrigðari lífsstíll. Það er ekki að ástæðulausu sem  þetta eru gæðavörur og á góðu verði og enn betra verði núna á appsláttardögunum þar sem viðskiptavinir okkar fá afslátt í formi inneignar sem hægt er að nýta í öllum Samkaupabúðunum,“ segir Helga Dís enn fremur.

Án allra ofnæmisvaldandi efna

Í matvöruúrvalinu er lífræn og eiturefnalaus matvara, t.d. hafrar, gulrætur, epli, kiwi, ólífuolía, pasta, tómatar í dós og svo mætti lengi telja, sem sagt allt hráefni sem hægt er að nýta í fjölbreytta matreiðslu með þá besta mögulega hráefninu.

Barnavörurnar eru mjög vinsælar enda án allra ofnæmisvaldandi efna, lausar við ilmefni og litarefni og því eins náttúrulegar og barnavörur geta orðið. „Síðustu misseri hefur umræða um umhverfisvottaðar vörur og efnasamsetningu í húðvörum aukist, t.d. í tengslum við börn og húðvörur og fjallað sérstaklega um þetta á samfélagsmiðlum eins og Instagramið Efnasúpan sem snýr sérstaklega að skaðlegum efnum í umhverfi okkar,“ segir Helga Dís að lokum.

Hér má sjá brot af vörutegundum frá Anglamark.
Hér má sjá brot af vörutegundum frá Anglamark. Ljósmynd/Nettó
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert