Kokteilarnir runnu ljúft ofan í gesti

Rífandi stemning á fyrsta degi Reykjavík Cocktail Weekend í Hörpu …
Rífandi stemning á fyrsta degi Reykjavík Cocktail Weekend í Hörpu en þetta er stærsta kokteilahátíð sem haldin er á Íslandi. Samsett mynd

Reykjavík Cocktail Weekend byrjaði með pomp og prakt í Hörpu í gær, miðvikudag. Mikil ánægja var með aðstandenda RWC með mætinguna og stemninguna sem í var í loftinu.

„Mæting var vonum framar og mikið var um gleði og gaman. Alls voru tíu aðilar með kynningarbása á svæðinu og nóg var í boði af nýjum og skemmtilegum kokteilum sem kynntir voru til leiks sem runnu ljúft ofan í gesti og gangandi,“ segir Teitur Riddermann Schiöth forseti BCI, Barþjónaklúbbs Íslands.

Fimm komust áfram í úrslit á Íslandsmeistaramótið

Keppt var í Íslandsmeistaramóti Barþjóna í freyðandi kokteil og í kokteil með lágu áfengismagni (LOW ABV) þema keppninni. Fimm barþjónar komust áfram í úrslit í Íslandsmeistaramótinu og voru það eftirfarandi barþjónar:

  • Reginn Galdur Árnason með kokteilinn Purple Haze
  • Árni Gunnarsson með kokteilinn Arwen
  • Bruno Falcao með kokteilinn Red Sparkle
  • Grétar Matthíasson með kokteilinn Volvoinn
  • Jacek Arkadiusz Rudecki með kokteilinn Strawberry Letter 23

Þessir barþjónar keppa síðan til úrslita á laugardaginn næstkomandi í skriflegu prófi, þef og bragðprófi, og loks aftur í hraðkeppni á sunnudaginn næstkomandi á lokaviðburði RCW.

Þau sem komust áfram í þema keppninni voru:

  • Freyja Þórisdóttir með kokteilinn Berry Blossom
  • Sigurjón Tómas Hjaltason með kokteilinn Royal Fizz
  • Kría Freysdóttir með kokteilinn Pikachu

Úrslit verða svo kunngjörð í báðum flokkum á lokaviðburði RCW á sunnudaginn næstkomandi við hátíðlega athöfn. Einnig fór fram úrslitakosning um kokteilabar ársins 2024, en þar var kosið um 5 staði sem komust áfram í netkosningu fyrr í vikunni.

Þeir staðir sem kosið var um voru:

  • Blik Bistro
  • Jungle
  • Bastard Brew & Food
  • Tipsý
  • Skreið

Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina á RCW og úr nógu að velja. Hægt er að sjá dagskrána hér. 

Bruno Falcao barþjónn á Foss Hótel Reykjavík einn af þeim …
Bruno Falcao barþjónn á Foss Hótel Reykjavík einn af þeim sem komst í úrslit í Íslandsmeistaramótinu. Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Barþjónninn Kría Freysdóttir á Mekka Wines & Spirits básnum.
Barþjónninn Kría Freysdóttir á Mekka Wines & Spirits básnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Terry og Janusz á Fever tree básnum.
Terry og Janusz á Fever tree básnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Rolf Johansen & Co og Michter's Bourbon básinn.
Rolf Johansen & Co og Michter's Bourbon básinn. mbl.is/Kristinn Magnússon
Samtök Íslenskra Eimingarhúsa.
Samtök Íslenskra Eimingarhúsa. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eimverk býður upp á smakk.
Eimverk býður upp á smakk. mbl.is/Kristinn Magnússon
Jacek Arkadiusz Rudecki barþjónn á Héðinn einn af þeim sem …
Jacek Arkadiusz Rudecki barþjónn á Héðinn einn af þeim sem komst í úrslit á Íslandsmeistaramótinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Mikil stemning var í húsinu og mikið myndað.
Mikil stemning var í húsinu og mikið myndað. mbl.is/Kristinn Magnússon
Róbert Aron Garðarsson Proppé barþjónn á Drykk, Jacek Arkadiusz Rudecki …
Róbert Aron Garðarsson Proppé barþjónn á Drykk, Jacek Arkadiusz Rudecki barþjónn á Héðinn og Pétur Sólan á Nauthól. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kría Freysdóttir á Mekka Wines & Spirits og Bombay básnum.
Kría Freysdóttir á Mekka Wines & Spirits og Bombay básnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Róbert Aron Garðarsson Proppé barþjónn á Drykk, Jacek Arkadiusz Rudecki …
Róbert Aron Garðarsson Proppé barþjónn á Drykk, Jacek Arkadiusz Rudecki barþjónn á Héðinn og Pétur Sólan á Nauthól. mbl.is/Kristinn Magnússon
Rolf Johansen & Co og Michters básinn.
Rolf Johansen & Co og Michters básinn. mbl.is/Kristinn Magnússon
OG Natura básinn.
OG Natura básinn. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Globus básinn.
Globus básinn. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert