Missir af stórleikjum

Kieran Trippier meiddist í leik gegn Úlfunum um síðustu helgi.
Kieran Trippier meiddist í leik gegn Úlfunum um síðustu helgi. AFP/Oli Scarff

Enski knattspyrnumaðurinn Kieran Trippier, hægri bakvörður Newcastle United, missir af næstu tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla.

Newcastle heimsækir Chelsea á mánudagskvöld og heimsækir svo Manchester City í 16-liða úrslitum laugardaginn 16. mars.

„Þetta eru ekki svo slæm meiðsli hjá Kieran. Þetta eru smávægileg meiðsli en myndatakan leiddi í ljós nægilega alvarlega meiðsli til að halda honum frá keppni í næstu tveimur leikjum.

Við vonumst eftir því að hann snúi aftur eftir landsleikjahléið en það er ekki öruggt. Það eru góðar líkur á að hann nái því.

Hann vill gjarna vera áfram með hópnum. Það sýnir leiðtogahæfileika hans,“ sagði Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, á fréttamannafundi í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert