Lygileg endurkoma Newcastle

Harvey Barnes fagnar sigurmarkinu.
Harvey Barnes fagnar sigurmarkinu. AFP/Paul Ellis

Harvey Barnes reyndist hetjan er Newcastle vann West Ham, 4:3, í lygilegum leik í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á St James' Park í Newcastle í dag. 

Með sigrinum er Newcastle komið í áttunda sæti deildarinnar með 43 stig. West Ham er sæti ofar með 44. 

Alexander Isak kom Newcastle yfir snemma leiks úr vítaspyrnu en næstu þrjú mörk voru West Ham-manna. Michail Antonio, Mohammed Kudus og Jarrod Bowen sáu til þess að West Ham væri yfir, 3:1, í byrjun síðari hálfleiks. 

Mögnuð endurkoma

Newcastle kom til baka á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Alexander Isak minnkaði muninn í 3:2 á 77. mínútu og Harvey Barnes jafnaði metin á þeirri 83. 

Barnes var svo aftur á ferðinni á 90. mínútu, skoraði með góðu skoti utan teigs og fullkomnaði endurkomuna. 

Anthony Gordon, leikmaður Newcastle, fékk síðan sitt annað gula spjald í uppbótartímann og var rekinn af velli, hafði það þó ekki og sigldi Newcastle sigrinum heim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert