Leikmaður Arsenal hné niður

Frida Maanum borin af velli í gær.
Frida Maanum borin af velli í gær. AFP/Adrian Dennis

Óhugnanlegt atvik átti sér stað er Arsenal og Chelsea mættust í úrslitaleik deildabikars kvenna í fótbolta á Molineux-vellinum í Wolverhampton í gær.

Norska miðjukonan Frida Maanum hné niður undir lok venjulegs leiktíma og var borin af velli með súrefnisgrímu yfir andlitinu. Ástand Maanum er stöðugt, hún með meðvitund og getur tjáð sig eðlilega.

Leikurinn var stöðvaður í sjö mínútur á meðan Maanum fékk aðhlynningu. Hún hefur leikið 28 leiki með Arsenal á leiktíðinni en hún kom til félagsins frá Linköping í Svíþjóð árið 2021.

Hin sænska Stina Blackstenius skoraði sigurmark Arsenal á 116. mínútu leiksins, 1:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert