Fyrirliðinn sleit krossband

Jamaal Lascelles fær aðhlynningu í gær.
Jamaal Lascelles fær aðhlynningu í gær. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnuliðið Newcastle varð fyrir miklu áfalli í gær þegar Jamaal Lascelles, fyrirliði liðsins, sleit krossband í hné í 4:3-heimasigri liðsins á West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Lascelles, sem er miðvörður, varð fyrir meiðslunum á 17. mínútu. Þarf hann að fara í aðgerð á næstu dögum og verður frá keppni í minnsta þar til í september á næsta ári.

Sven Botman, félagi Lascelles í Newcastle-vörninni, varð fyrir sömu meiðslum á dögunum og er liðið orðið fáliðað í miðvarðarstöðunni.

Lascelles hefur leikið 217 deildarleiki með Newcastle síðan hann kom til félagsins frá Nottingham Forest árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert