Sektaður fyrir hraðakstur

Erling Haaland og Jack Grealish fagna marki í leik með …
Erling Haaland og Jack Grealish fagna marki í leik með Manchester City. AFP/Darren Staples

Enski knattspyrnumaðurinn Jack Grealish, leikmaður Manchester City, hefur verið sektaður fyrir hraðakstur í heimalandinu.

Grealish náðist á hraðamyndavél þann 17. júlí á síðasta ári þar sem hann ók Range Rover Sport jeppa sínum á 71 kílómetra hraða þar sem var 48 kílómetra hámarkshraði í götu í Wythall í Worcesterskíri.

Af þeim sökum var Grealish sektaður um alls 1.042 pund, jafnvirði tæplega 183.000 íslenskra króna. Hann gekkst við sekt sinni og hlaut fimm refsipunkta í ökuferilsskrá sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert