Landsliðsmaður Englands sýndi stuðningsmönnum puttann

Kalvin Phillips spakar Anthony Gordon niður innan teigs.
Kalvin Phillips spakar Anthony Gordon niður innan teigs. AFP/Paul Ellis

Enski landsliðsmaðurinn Kalvin Phillips átti vægast sagt slæma innkomu hjá West Ham er liðið tapaði fyrir Newcastle, 3:4, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag.

Phillips kom inn á miðjuna hjá West Ham á 69. mínútu í stöðunni 3:1 fyrir West Ham. Nokkrum mínútum síðar braut hann á Anthony Gordon innan teigs og Newcastle fékk víti. Newcastle skoraði síðan tvö mörk til viðbótar.

Phillips, sem er lánsmaður frá Manchester City, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum West Ham á leið sinni í liðsrútuna eftir leik. Brást hann við með að sýna þeim puttann, nánar tiltekið löngutöng.

Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert