Samkomulag ekki í höfn við portúgalska stjórann

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Sporting Lissabon.
Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Sporting Lissabon. AFP/Patrícia de Melo Moreira

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Sporting Lissabon, hefur ekki þekkst boð frá Liverpool um að taka við karlaliðinu frá og með næsta sumri.

Sky í Þýskalandi greindi frá því í morgun að Amorim hefði í meginatriðum gert munnlegt samkomulag um að taka við Liverpool.

James Pearce, blaðamaður hjá The Athletic sem er vel tengdur hjá Liverpool, segir svo ekki vera.

„Amorim er augljóslega ofarlega á blaði þegar kemur að starfinu hjá Liverpool en áreiðanlegir heimildamenn hjá félaginu slá því föstu að ekki sé búið að bjóða honum starfið og ekki búið að ná munnlegu samkomulagi eða neitt í þeim dúr.

Félagið er enn að vinna bakgrunnsvinnu vegna fjölda raunhæfra valkosta,“ skrifaði Pearce á X-aðgangi sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert