Sjálfbær þjóðfélagsþróun mest á Norðurlöndunum

Norðurlöndin eru í farabroddi í nýrri rannsókn um sjálfbæra þjóðfélagsþróun. Rannsóknin var gerð af samtökunum Sustainable Society Foundation og nær til 151 lands. Þetta er í annað sinn sem rannsóknin er gerð – sú fyrsta var gerð árið 2006. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurlandaráði.

Efst á lista er Svíþjóð en Noregur og Finnland eru í þriðja og fjórða sæti. Ísland er í sjötta sæti en Danmörk er í því fjórtánda.

Í rannsókninni er litið til 22 þátta, meðal annars loft- og vatnsgæða, heilsufars, notkun endurnýjanlegra orkugjafa, jafnrétti kynja og menntunar.

Rannsóknin gefur heiminum í heild sinni meðaleinkunn upp á 5,7, á skalanum 1 til 10, hvað sjálfbærni varðar. Svíþjóð fær 7,02 stig en Túrkmenistan sem rekur lestina fær 4,1 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert