17% bandarískra barna yngri en 5 ára gætu soltið

Ásdís Ásgeirsdóttir

Áætlað er að 3,5 milljónir barna yngri en 5 ára í Bandaríkjunum eigi á hættu að þurfa að svelta. Þetta kemur fram í skýrslu sem stjórnvöld hafa látið vinna fyrir sig og greint er frá á fréttavefnum Yahoo. 

Þetta þýðir að 17% allra barna í Bandaríkjunum undir 5 ára aldri eiga á hættu að þroskast ekki eðlilega hvorki líkamlega né andlega vegna vannæringar. 

Úttektin leiðir einnig í ljós að í ellefu fylkjum Bandaríkjanna nálgist hlutfallið það að vera allt að 20%. Hæst er hlutfallið í Louisiana eða 25%, því næst í Norður-Karólínu, Ohio, Kentucky, Texas, Nýja Mexíkó, Kansas, Suður-Karólínu, Tennessee, Ídahó og Arkansas. 

Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu skorti 11% bandaríska heimila næringarríkan mat áður en efnahagskreppan skall á af fullum þunga sl. haust. 

Anne Goodman, framkvæmdastjóri hjá Cleveland Foodbank í Ohio, segir stjórnvöld bjóða upp á ýmsar lausnir til handa börnum á grunnskólaaldri. Hins vegar sé erfitt að ná til mjög ungra barna sem líða næringarskort. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert