Dauðsföll í Evrópu vegna óveðurs

Eldingar yfir Prag.
Eldingar yfir Prag. Reuters

Nokkrir létu lífið vegna óveðurs í Mið-Evrópu í nótt. Versta ástandið skapaðist í Póllandi. Miklar rigningar ollu flóðum og stormur feykti til lausamunum og reif upp tré.

Um tólf þúsund slökkviliðs- og björgunarmenn voru að störfum í Póllandi í alla nótt. Talið er að þar hafa átta manns látið lífið vegna stormsins. Ein kona lét lífið í Tékklandi.

Samgöngur ganga víða erfiðlega, meðal annars í Þýskalandi en þar eyðilögður mörg heimili vegna vatnsflaums.

Mikið þrumuveður hefur verið í Mið-Evrópu undanfarna daga en nú er því spáð að hitastig snarfalli, eða um allt að tíu gráður.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert