Greiddi skuld með dóttur sinni

Lögregluyfirvöld í Bangladess hafa til rannsóknar hjónaband 13 ára stúlku og 75 ára karlmanns eftir að vísbendingar komu fram um að stúlkan hafi verið þvinguð til hjónabandsins vegna fjárskuldar föður hennar. Stúlkur undir átján ára mega ekki ganga í hjónaband í landinu en mikið er um það engu að síður. Í mörgum tilvikum er logið til um aldur brúðarinnar.

Faðir stúlkunnar fékk lánaða 57 dollara (Um sjö þúsund krónur) hjá manninum til uppbyggingar heimilis síns í kjölfar fellibyls sem gekk yfir Bangladess í maí síðastliðnum. Hann gat ekki greitt skuldina til baka og þvingaði því dóttur sína til hjónabands við skuldareigandann. Sá á fyrir ellefu börn með fyrri eiginkonu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert