Átta af tíu bestu háskólum heims bandarískir

Bestu háskólarnir eru í Bandaríkjunum en hér er háskólinn í …
Bestu háskólarnir eru í Bandaríkjunum en hér er háskólinn í Winnipeg í Kanada. Reuters.

Harvard-háskóli í Bandaríkjunum er besti háskóli í heimi, samkvæmt lista sem Shanghai Jiao Tong-háskóli í Kína hefur gefið út yfir 500 bestu háskóla í heiminum. Átta af tíu bestu skólunum eru bandarískir. Hinir tveir eru breskir, Cambridge-háskóli sem er annar besti skólinn og Oxford sem er í tíunda sæti. Enginn íslenskur háskóli er á listanum, að því er fram kemur á heimasíðu Aftenposten.

Besti háskólinn á Norðurlöndunum er Karólínski háskólinn í Stokkhólmi sem er í 45. sæti á listanum, næstur kemur Kaupmannahafnarháskóli í 57. sæti og háskólinn í Osló í 59. sæti.

Sautján af tuttugu efstu skólunum eru í Bandaríkjunum en háskólinn í Tókyó er í 20. sæti og þar með þriðji skólinn utan Bandaríkjanna sem kemst inn á listann.

Listi yfir 500 bestu háskóla í heimi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert