Fyrstu ferðamennirnir frá S-Kóreu komu til N-Kóreu í dag

Lee Seong-in, sem býr í S-Kóreu, brast í grát þegar …
Lee Seong-in, sem býr í S-Kóreu, brast í grát þegar hún hitti systur sína, Rhee Dok Yon, í N-Kóreu í dag. Þær höfðu ekki sést í meira en hálfa öld. AP

Fyrstu ferðamennirnir frá Suður-Kóreu ferðuðust í fyrsta sinn í dag til sögulegra staða í Norður-Kóreu. Ferðamennirnir, sem voru 500 talsins, fóru til borgarinnar Kaesong, en það er annar áfangastaðurinn, sem stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa gefið nágrönnum sínum í suðri leyfi til að heimsækja. Um helmingurinn ferðamannanna var fæddur Kóreustríðið, sem geisaði á árunum 1950 til 1953.

Margir ferðalanganna hittust fjölskyldumeðlimi sína, sem þeir höfðu ekki hitt síðan fyrir daga stríðsins.

Það var kóreska fyrirtækið Hyundai Asan, dótturfyrirtæki Hyundai Group, sem skipulagði ferðina, en fyrirtækið hefur rekstur í Norður-Kóreu.

„Ég kem ekki orðum að því hvernig mér líður,“ sagði Park Hyun-jin, 78 ára, sem var að heimsækja fæðingabæ sinn í fyrsta sinn í 60 ár. Bætti hann við að margt hefði breyst frá því hann yfirgaf hana árið 1945 þegar hann fluttist til Seoul í Suður-Kóreu til að starfa. Kóreustríðið braust út fimm árum síðar. Eftir lok þess árið 1953 var landinu skipt í tvennt og landamærum Norður-Kóreu lokað. Gat hann því ekki snúið aftur til síns heima.

Löndin tvö eiga tæknilega séð enn í stríði, en erjunum lauk einungis með vopnahléi. Aldrei hefur verið skrifað undir friðarsamkomulag á milli landanna tveggja.

Aukinn ferðamannastraumur til N-Kóreu
Ferðin, sem íbúar í Suður-Kóreu fóru í dag er dagsferð. Sögulegir staðir í Kaesong voru skoðaðir, en borgin var höfuðborg Koryoættarinnar, sem ríkti í landinu á árunum 918 til 1392. Á hverjum stað sem rúta ferðalanganna stöðvaði þustu þeir út til að skoða staði sem líktum sögulegum minjum sem finna má í Suður-Kóreu en þá töldu ferðalangarnir merki um að þótt landinu hafi verið skipt í tvennt þá eigi löndin sameiginlega sögu.

Leiðsögumaður ferðalanganna var frá Norður-Kóreu. Sagði hann í samtali við fréttastofu Associated Press, að sem hann hafi sýnt nágrönnum sínum í suðri borgina þá líði honum sem löndin hafi verið sameinuð. „Því betur sem við kynnumst hvert öðru þá líður nær að sameiningu landanna. Ég held að við höfum stigið stórt skref með ferðinni,“ sagði hann.

Ferðin sem farin var í dag er fyrsta ferðin af þremur, sem Hyun Jeong, forstjóri Hyundai Group og Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, náðu samkomulagi um. Kveður það á um aukna ferðamennsku í borginni Kaesong og við Paektufjall, hæsta fjallið í norðurhluta landsins. Það liggur við landamæri Kína.

Ferðin til Kaesong kostar 200.000 won (rúmar 12.000 íslenskar krónur) en hluti af verðinu rennur beint til stjórnvalda í Norður-Kóreu. Fyrir ferðina til Paektufjalls, sem á íslensku nefnist Demantafjall, borgar Hyundai Asa stjórnvöldum í Norður-Kóreu um 1.900 krónur fyrir hvern ferðamanna.

„Ósk mín um að heimsækja heimabæ minn áður en ég dey hefur loksins ræst,“ sagði hinn 76 ára gamli Chang Sook-ja en bætti við að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með að geta ekki heimsótt æskuheimili sitt og skyldmenni, sem hann taldi búa enn í Kaesong..

Það var tilfinningaþrungið augnablikið þegar Lee Kyun-chul, frá S-Kóreu, hitti …
Það var tilfinningaþrungið augnablikið þegar Lee Kyun-chul, frá S-Kóreu, hitti son sinn sem býr í N-Kóreu í fyrsta sinn í dag í meira en hálfa öld. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert