Innanríkisráðherra Sýrlands fremur sjálfsmorð

Ghazi Kenaan
Ghazi Kenaan Reuters

Innanríkisráðherra Sýrlands, Ghazi Kanaan, einn af hátt settum yfirmönnum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa yfirheyrt í tengslum við morð á fyrrum forsætisráðherra Líbanons, er látinn. Talið er að hann hafi framið sjálfsmorð. Dauði Kanaan á sér stað örfáum dögum áður en að skýrsla S.Þ. um málið verði birt.

Að sögn fréttaskýrenda er lát Kenaan merki um þá ólgu sem á sér nú stað í Sýrlandi. Talið er stjórn landsins sé að undirbúa sig undir þann möguleika að S.Þ. gæti bendlað marga hátt setta menn innan sýrlensku ríkisstjórnarinnar við morðið á Rafik fyrrum forsætisráðherra Líbanon.

Upplýsingafulltrúi Sýrlands, Mahdi Dakhlallah, greindi Al-Arabiya sjónvarpsstöðinni frá því að dauði ráðherrans kæmi ekki til með að hafa áhrif á pólitískan stöðugleika landsins. Hann sagði að Kanaan hafði virst vera afar ósáttur og reiður gagnvart þeirri herferð sem líbanskir stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafi herjað gegn Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert