Yfirvöld leggja á útgöngubann í Lyon yfir helgina

Að sögn lögregluyfirvalda í Frakklandi er talsverð ólga víða í …
Að sögn lögregluyfirvalda í Frakklandi er talsverð ólga víða í Frakklandi. Hér sjást slökkviliðsmenn berjast við bíl sem stóð í ljósum logum í gærkvöldi í Strasbourg. Reuters

Yfirvöld lögðu á útgöngubann í Lyon, sem er þriðja stærsta borg Frakklands, sem meinar börnum undir lögaldri að vera úti yfir helgina frá klukkan 22 á kvöldin til 6 á morgnana án fylgdar með fullorðnum. Útgöngubannið tekur gildi í kvöld og nær það einnig til 10 annarra bæja sem liggja nærri Lyon. Banninu verður svo aflétt á mánudagsmorgun.

Alls hafa um 30 bæir og borgir í Frakklandi lagt á útgöngubann eftir að frönsk yfirvöld lýstu yfir neyðarástandi til þess að stemma stigu við þeim óeirðum sem hafa staðið frá 27. október sl.

Að sögn lögreglu hafa óeirðaröldurnar lægt nokkuð nærri París en enn er nokkur ólga í öðrum hlutum Frakklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert