Eldur í þaki breiddist út í fjölbýlishúsasamstæðu í Danmörku

Alls þurfti að flytja um 200 íbúa úr um 80 …
Alls þurfti að flytja um 200 íbúa úr um 80 íbúðum vegna brunans í fjölbýlishúsasamstæðunni. Jyllands-Posten

Fjölbýlishússamstæða á Amagaer í Kaupmannahöfn varð alelda í gærkvöldi eftir að eldur, sem hafði kviknað í þaki hússins, breiddist út um allar hæðir. Allir íbúar í átta stigagöngum fjölbýlishúsasamstæðunnar, um 200 manns, voru fluttir á brott.

Slökkvilið hefur nú náð tökum á eldinum en talið er líklegt að einn veggja hússins, sem er mikið skemmt, muni gefa sig að því er TV2 greinir frá.

Flytja þurfti um 200 íbúa fjölbýlishússins á brott. Slökkviliðið í Kaupmannahöfn þurfti jafnframt að kalla eftir aukamannskap til þess að berjast við eldinn. Þá þurftu íbúar, sem bjuggu á móti fjölbýlishúsinu þar sem eldurinn hafði kviknað, að flytja sig á brott. En talið var að eldurinn gæti breiðst út yfir götuna.

Lögregla kallaði til auka strætisvagna svo fólkið hefði eitthver skjól. Fólkið var skráð og þeir sem þess þurftu voru bókaðir á hótel um nóttina.

Alls skemmdust um 80 íbúðir í brunanum. Heimavarnarlið Danmerkur hefur vaktað svæðið í dag.

Íbúarnir 200 geta ekki farið til baka í íbúðirnar sínar, en þeim hefur verið komið fyrir á hótelum víðsvegar um Kaupmannahöfn.

Eldurinn braust út á sjöttu hæð í einni íbúðinni. Íbúandinn er þungt haldinn eftir brunann.

Frá þessu greinir Jyllands-Posten.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert