Átök í Nepal

Menn óttast frekari átök í Nepal eftir að vopnahléinu var …
Menn óttast frekari átök í Nepal eftir að vopnahléinu var aflýst. Reuters

Uppreisnarmenn kommúnista háðu baráttu við stjórnarherinn í fjarlægu nepölsku þorpi í dag í fyrstu vopnuðu átökunum síðan að vopnahléið endaði. Ekki er vitað um mannfall en fregnir af átökunum eru óskýrar því þau áttu sér stað í fjalllendinu í um það bil 600 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Katmandú.

Herdeildir stjórnarhersins voru sendar á staðinn eftir að það fregnaðist að uppreisnarmenn beittu þorpsbúa fjárkúgunum. Uppreisnarmennirnir sem vilja steypa konungnum af stalli hafa barist síðan 1996 og hafa 11,500 manns látist í átökunum. Á mánudaginn lýstu uppreisnarmenn því yfir að það væri stjórninni að kenna að þeir rjúfa nú vopnahlé sem hefur staðið í fjóra mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert