Mótmælendur krefjast lýðræðis í Nepal

Óeirðalögregla í Nepal notaði táragas og beitti kylfum á þúsundir mótmælenda við Durbartorg í Kathmandu í Nepal í dag. Fólkið krafðist þess að stjórnmálaflokkar landsins þrýsti á Gyandendra, konung Nepals, að hann afsali sér konungdæminu og taki upp lýðræðislegt stjórnarfar. Talsmenn mannréttindasamtaka segja að óeirðalögreglan hafi flutt nokkuð hundruð manns á brott í vöruflutningabílum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert