20 manns létust í Nepal

Öldruð kona hrópaði slagorð gegn Gyanendra, konungi Nepal, í mótmælunum …
Öldruð kona hrópaði slagorð gegn Gyanendra, konungi Nepal, í mótmælunum í Kathmandu í gær. AP

Embættismenn í Nepal segja að 20 manns hafi látist þegar til óeirða kom á milli lögreglu og lýðveldissinna í Kathmandu í gærkvöldi. Sex öryggislögregluverðir létust í átökunum en lögregla fann lík 14 maóista á eftirlitsferð um borgina að mótmælunum loknum. Stjórnarandstaðan hefur hvatt til mótmæla í þrjá daga í viðbót. Madhav Kumar, háttsettur meðlimur nepalska kommúnistaflokksins segir að lýðræðislegir stjórnarhættir verði ekki teknir upp í landinu.

Sjö stjórnarandstöðuflokkar hvöttu til mótmælanna í vikunni en í gær gengur þúsundir manna um götur Kathmandu og kröfðust þess að Gyanendra konungur færi af valdastóli. Þá vill stjórnarandstaðan jafnframt að kjósendur hunsi kosningar í landinu í næsta mánuði. Segir stjórnarandstaðan kosningarnar ólýðræðislegar og markmið þeirra að auka völd konungsins.

Mörg hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Nepal síðan á föstudag og hafa formenn fimm stjórnarandstöðuflokka verið hnepptir í stofufangelsi. Að sögn lögreglunnar var gripið til þess ráðs að handataka fólk eftir að upplýsingar bárust um að uppreisnarmenn úr röðum maóista hefðu blandað sér í hóp mótmælenda og hafi þeir ætlað að hvetja til þess að ofbeldi yrði beitt.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert