Varaforseti Írans varar við leiftursnöggri gagnárás

Parviz Davoudi flytur ávarp sitt í tilefni af hersýningunni í …
Parviz Davoudi flytur ávarp sitt í tilefni af hersýningunni í dag. Reuters

Varaforseti Írans varaði vestræn ríki við því í dag að ef gerð yrði árás á landið yrði gagnárás Írana ,,eins og elding". Þetta sagði varaforsetinn, Parviz Davoodi, í tilefni af hersýningu í Teheran. Þúsundir hermanna og mikið magn sprengiflauga var þar til sýnis, þeirra á meðal Shahab-3 flaug sem náð gæti til erkióvinarins Ísraels.

,,Við viljum frið en við vörum útþenslusinnana við því að íhuga árás á Íran því við getum varið föðurlandið og íslam," sagði varaforsetinn. ,,Ljónin okkar eru svo öflug að við getum ráðist á óvininn eins og elding og gjöreytt honum."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert