Franskri flugvél á leið til Bandaríkjanna snúið við vegna grunsamlegs farþega

Frá Charles de Gaulle flugvelli norður af París.
Frá Charles de Gaulle flugvelli norður af París. AP

Flugvél franska flugfélagsins Air France, sem var á leið frá París til Chicago í Bandaríkjunum í dag, var snúið við til Parísar eftir tveggja tíma flug í kjölfar beiðni þess efnis frá Bandaríkjunum. Vélin lenti á Charles de Gaulle flugvelli í París klukkan 17:20 og tók lögreglan á móti vélinni, en það er venja þegar atvik sem þetta kemur upp. Bandarísk stjórnvöld fóru fram á að vélinni yrði snúið við vegna þess að einn farþeganna um borð þótti grunsamlegur.

Maðurinn var yfirheyrður við komuna aftur til Parísar, auk fjögurra ferðafélaga hans. Ekki hefur verið gefið upp hvaðan mennirnir eru, né hversu gamlir þeir eru. Frönskum flugvélum hefur áður verið snúið við á leið þeirra til Bandaríkjanna og hefur ástæðan þá verið sögð grunsamleg nöfn á farþegalistum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert