Viðbúnaðarstig hækkað á Ítalíu vegna hótana gegn páfa

Pakistanskir múslímar mótmæla orðum páfa í Karachi í gær.
Pakistanskir múslímar mótmæla orðum páfa í Karachi í gær. AP

Innanríkisráðuneyti Ítalíu hefur gefið lögregluyfirvöldum í landinu fyrirmæli um að hækka viðbúnaðarstig sitt vegna þeirra hótana sem hafðar hafa verið í frammi gagnvart Benedikt XVI páfa vegna ummæla hans um íslam og Múhameð spámann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert