Páfinn sendir múslimum góðar kveðjur

Reuters

Benedikt XVI páfi sendi múslimum víða um heim góðar kveðjur á einum mesta hátíðisdegi múslima, Eid al-Fitr, sem sem er síðasti dagur ramöndunnar, föstumánaðar múslima.

En páfinn lýsti einnig yfir áhyggjum vegna örlaga saklausra fórnarlamba stríðsins í Írak milli sjítamúslima og súnnímúslimia. Eins sagðist hann hugsa sterkt til kristna minnihlutans í Írak og sagðist vonast til þess að bæði trúar- og stjórnmálaleiðtogar víða um heim myndu hafa kjark til þess að aðstoða írösku þjóðina við uppbyggingu landsins eftir stríðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert