Ósætti vegna tölvunotkunar

Síðdegis á fimmtudag var lögregla kölluð að heimili í Reykjavík vegna ágreinings um tölvunotkun. Þar áttu mæðgin í útistöðum en þrætueplið var tölvunotkun sonarins. Þeim tókst ekki að útkljá málið en svo fór að sonurinn, sem er á unglingsaldri, réðst að móður sinni og rauk síðan á dyr.

Áverkar hennar reyndust ekki alvarlegir en móðurinni var brugðið og leitaði því til lögreglu, samkvæmt frétt á vef lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert