11% munur á opinberu gengi og VISA-gengi

mbl.is/hag

„Aðferðafræðin í útreikningnum hefur ekkert breyst,“ segir Höskuldur Ólafsson, forstjóri Valitors, umboðsaðila VISA á Íslandi, um muninn á opinberu gengi Seðlabanka Íslands á helstu gjaldmiðlum og því viðmiðunargengi sem fyrirtækið styðst við til þess að reikna kaup korthafa í erlendri mynt.

Svo dæmi sé tekið var gengi sterlingspundsins 199 kr. þegar fréttin var skrifuð en gengi á vefsíðu valitors 222 kr. Þetta er því nokkuð sem ferðalangar þurfa að hafa á bak við eyrað, þ.e. ef ekki er um mistök að ræða. Ef gengi gjaldmiðla er skoðað ár aftur í tímann er frávikið nánast undantekningalaust á bilinu 1-3%. Höskuldur segist ekki geta útilokað að mistök hafi verið gerð við uppfærslu gengis á vefsíðu Valitors. Hann muni fara yfir það með starfsmönnum og leiðrétta ef um mistök er að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert