Lægri skólamáltíðir í Grindavík

Grindavíkurbær heldur gjöldum sínum ýmist óbreyttum eða lækkar þau um …
Grindavíkurbær heldur gjöldum sínum ýmist óbreyttum eða lækkar þau um áramót. mbl.is

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur ákveðið að halda þjónustugjöldum sínum óbreyttum frá áramótum og í einhverjum tilvíkum lækka þau, eins og verð fyrir skólamáltíðir, sem fer úr 230 kr á dag í 180 kr. Er það gert til að mæta þrengri stöðu fjölskyldna og heimila í bænum.

Frá síðustu áramótum voru öll æfingagjöld íþróttafélaga fyrir 16 ára og yngri felld niður, ókeypis verður í sund fyrir börnin á nýju ári og tónlistarskólinn verður gjaldfrjáls frá næsta hausti, að því er fram kemur á vefsíðu Grindavíkur. Útsvarið og fasteignagjöldin verða óbreytt sem og önnur gjöld bæjarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert