Steingrímur J. mætir á fund um hvalveiðar

Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi
Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi Mbl.is/ Kristinn

Sjávarútvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur boðað komu sína á opinn fund um hvalveiðar á Akranesi í kvöld ásamt fjöldanum öllum af þingmönnum úr kjördæminu svo sem Einari K. Guðfinnssyni, Guðbjarti Hannessyni, Magnúsi Stefánssyni, Herdísi Þórðardóttur, Sturlu Böðvarssyni, Jóni Gunnarssyni, Guðjóni Arnari Kristjánssyni.

Einnig hafa hagsmunaaðilar tilkynnt komu sína svo sem Kristján Loftsson frá Hval og Gunnar Bergmann Jónsson framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna. Einnig mun fulltrúi frá Hafrannsóknarstofnun sitja fundinn og flytja erindi, að því er segir á vef Verkalýðsfélags Akraness sem stendur að fundinum ásamt Akraneskaupstað. Hefst fundurinn kl. 20:00 en hann er haldinn í Bíóhöllinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert