Svartur svanur í Lóni

Svartur svanur í Lóni
Svartur svanur í Lóni Mynd Brynjúlfur

Svartur svanur sást á dögunum í Lóni austan Hornafjarðar, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum sunnlendingur.is. Svartir svanir eru afar sjaldgæfir hér en árlega koma þrír til fimm fuglar til landsins.

sunnlendingur.is segir að tilkynnt hafi verið um annan svartan svan í Álftafirði en ekki er hægt að útiloka að um sama fugl sé að ræða.

Svartur litur á svönum, sem og öðrum fuglum og spendýrum, stafar af litarefninu melanín í fjöðrunum. Alhvítir svanir eru án þessa litarefnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert