Telur að ríkisstjórnin tryggi meirihlutastuðning

Talsmaður breska fjármálaráðuneytisins er sannfærður um að ríkisstjórn Íslands tryggi meirihlutastuðning við ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga.

Þetta kom fram í viðtali við Sky-fréttastöðvarinnar við Paul Myners, sem fer með málefni fjármálafyrirtækja í ráðuneytinu. Dow Jones-fréttaveitan segir frá viðtalinu.

 Að sögn Myners hefur það komið fram með skilmerkilegum hætti að íslensk stjórnvöld telji það þjóna sínum hagsmunum að standa við skuldbindingarnar. Ráðuneytið sé sannfært um að stjórnvöld á Íslandi muni gera allt til þess að tryggja meirihlutastuðning við ríkisábyrgðina í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert