Kaupmenn ekki að maka krókinn

Graf frá SVÞ byggt á tölum Hagstofu.
Graf frá SVÞ byggt á tölum Hagstofu.

Samtök verslunar og þjónustu segja, að kaupmenn hafi ekki verið að maka krókinn á kostnað almennings eins og oft má ráða af umræðunni um þessi mál. Þvert á móti hafi kaupmenn á undanförnum árum tekið á sig verulega afkomuskerðingu vegna þess gífurlega falls sem varð á gengi krónunnar í kjölfar efnahagshrunsins.

Í yfirlýsingu SVÞ segir, að ef borin sé saman þróun á verði innfluttra matvæla og þróun gengis íslensku krónunnar frá ársbyrjun 2007 hafi innflutt matvæli hækka um rúmlega 63% frá ársbyrjun 2007 til júní 2010 en á sama tíma hafi gengi íslensku krónunnar hækkað tíma um 82%. 

Talsmaður Alþýðusambands Íslands sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi, að verð á innfluttri matar- og drykkjarvöru hafi verið nánst óbreytt á þessu ári þó svo að gengisvísitala hafi lækkað umtalsvert.

SVÞ segjast vera þeirrar skoðunar, að til að unnt sé að leggja mat á þessa þróun verði að horfa á hana yfir lengra tímabil en oftast er gert í umfjöllun ASÍ um þessi mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert