Veðjað á eldgos

Gosmökkurinn úr gosi við Grímsvötn fyrir sex árum.
Gosmökkurinn úr gosi við Grímsvötn fyrir sex árum. mbl.is/RAX

Írski veðbankinn Paddy Power hefur bætt Grímsvötnum við lista yfir þau eldfjöll, sem líkur eru taldar á að gjósi á næstunni. Telur veðbankinn að líkurnar á að næsta eldgos í heiminum verði í Grímsvötnum séu 8 á móti 1. Líklegast er þó talið að það gjósi næst úr fjallinu Merapi í Indónesíu og Kötlu.

Þá telur Paddy Power, að líkurnar séu 3 á móti einum, að hluti af breska eða írska loftrýminu lokist vegna eldfjallaösku fyrir lok ársins. 

Paddy Power greiddi í september yfir 10 þúsund viðskiptavinum sínum, sem veðjuðu rétt á að að eldfjallið Sinabung á Súmötru yrði næst til að gjósa.  

Vefur Paddy Power

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert