Þjóðaratkvæði í samkomulagi

Samninganefndin kynnir Icesave-samninginn.
Samninganefndin kynnir Icesave-samninginn. mbl.is/Kristinn

Í nýju Icesave-samningunum má finna grein þar sem minnst er á þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi og áhrif þeirra á samkomulagið.

Lárus Blöndal, einn samninganefndarmanna, segir greinina vera komna til vegna þess hvernig fór fyrir síðasta samkomulagi. Í þetta skiptið verða samningarnir ekki bornir beint undir þingið, heldur einungis veitt heimild með lögum til þess að semja eftir á.

Greinin verði því ekki túlkuð á þá leið að verið sé að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla líkt og haldin var í mars geti haft áhrif á stöðu samningsins. Greinin sé til að tryggja að endanleg löggjöf um samninginn liggi fyrir áður en samið verður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert