Rússnesku herskipin á leið af svæðinu

Rússneskt flugmóðurskip sem verið hefur við heræfingar austur af landinu.
Rússneskt flugmóðurskip sem verið hefur við heræfingar austur af landinu.

Rússnesku herskipin, sem verið hafa við æfingar austur af landinu undanfarna daga eru nú farin af svæðinu sem þau hafa haldið sig á og sigla í norðausturátt. Að sögn Dagmar Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, verður áfram fylgst með skipunum eins og gert hafi verið frá 29. september.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var um að ræða flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov, sem er 58 þúsund tonn og 304 metra langt, beitiskipið Pjotr Velikíj, en það er 24.300 tonn að stærð og 252 metra langt, Marshal Ustinov, sem er 11.500 tonn að stærð og 186 metra langt, Besstrashníj,(sem er 7900 tonn og 156 metra langt og birgðaskipið Segeí Osipov se er 23.400 tonn og 162 metra langt. Einnig voru tvö björgunar- og dráttarskip á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert