Greiddi fatnað með falsaðri ávísun

Rúmlega fertug kona var dæmd í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í dag fyrir skjalafals, með því að hafa í mars sl. greitt vörulistaverslun fyrir fatnað með fölsuðum tékka að fjárhæð rúmlega 33 þúsund krónur.

Konan játaði brotið skýlaust fyrir dómi en auk refsingarinnar, sem fellur niður eftir þrjú ár haldi hún skilorðið, var hún dæmd til að borga vörulistanum andvirði varanna, rúmar 33 þúsund krónur með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var hún dæmd til að borga allan sakarkostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert